Róleg áramót
hæ,
Áramótin voru róleg og afslöppuð. Ég og Sólrún elduðum saman heima hjá Sólrúnu. Við deildum með okkur ca. 5 % af kalkún...restina mun svo taka megnið af þessari viku að klára. Í forrétt höfðum við aspas og grafinn lax. Ekki allir við borðið voru sáttir við þann leik foreldranna. Svo var glápt á fréttaannála og skaup og sprengt. Veður var einstaklega leiðinlegt og djammstuð einstaklega lítið. Ég var kominn heim um 2 leytið og bara fór að lúlla. Svaf hvorki meira né minna í 10 tíma...hef ekki sofið svona lengi í einu í langan tíma.
Núna er nýtt ár framundan. Algjörlega nýr kafli í nýrri bók að skrifast. Síðasta bindi er komið upp í hillu og það er nú pláss fyrir nokkrar bækur í viðbót.
Ég er byrjaður á að senda umsóknir hingað og þangað. Ég lagði þetta til hliðar yfir hátíðarnar.
Ég óska öllum gleðilegs árs og þakka fyrir gamlar og góðar stundir.
kv.
Arnar Thor
Áramótin voru róleg og afslöppuð. Ég og Sólrún elduðum saman heima hjá Sólrúnu. Við deildum með okkur ca. 5 % af kalkún...restina mun svo taka megnið af þessari viku að klára. Í forrétt höfðum við aspas og grafinn lax. Ekki allir við borðið voru sáttir við þann leik foreldranna. Svo var glápt á fréttaannála og skaup og sprengt. Veður var einstaklega leiðinlegt og djammstuð einstaklega lítið. Ég var kominn heim um 2 leytið og bara fór að lúlla. Svaf hvorki meira né minna í 10 tíma...hef ekki sofið svona lengi í einu í langan tíma.
Núna er nýtt ár framundan. Algjörlega nýr kafli í nýrri bók að skrifast. Síðasta bindi er komið upp í hillu og það er nú pláss fyrir nokkrar bækur í viðbót.
Ég er byrjaður á að senda umsóknir hingað og þangað. Ég lagði þetta til hliðar yfir hátíðarnar.
Ég óska öllum gleðilegs árs og þakka fyrir gamlar og góðar stundir.
kv.
Arnar Thor
Ummæli
Rúnabrúna...